Starfsumhverfi kennara og sóknarfærin

Umræða á Alþingi nýlega um starfs­um­hverfi kenn­ara vakti sér­staka athygli mína. Það er fagn­að­ar­efni þegar vett­vangur kenn­ara fær athygli. Upp­haf umræð­unnar mátti rekja til fyr­ir­spurnar um aðgerðir er varða jöfnun kjara kvenna­stétta í sam­hengi við þá kjara­bara­áttu sem er í upp­sigl­ingu.

En það sem mér þótti athygl­is­vert og er fyr­ir­munað að skilja er að umræðan fór að snú­ast um hljóð­vist og radd­vernd kenn­ara sem mik­il­væg starfs­skil­yrði. Rétt er það að röddin er eitt aðal vinnu­tæki kenn­ar­ans og hljóð­vist skiptir svo sann­ar­lega máli. En að það sé þess eðlis og þyki til­efni til þess að fylla dýr­mætan tíma sem fæst í umræð­una á hinu háa Alþingi er mér fyr­ir­munað að skilja. Á sama tíma og skóla­sam­fé­lagið kallar mjög eftir að það fari fram alvöru umræða um starfs­skil­yrði og umbætur til að laða að unga kenn­ara og fá ein­hverja til baka sem hafa gef­ist upp á þeim aðstæðum sem boðið er upp á.

Ég spyr mig ein­fald­lega: Hvers vegna er ekki verið að ræða það sem skiptir í raun og veru máli? Það sem hefur þau áhrif að staðan er eins og hún er? Erum við að forð­ast þá umræðu? Þykja stað­reyndir of við­kvæmar? Er staðan sú að kerfið telur sig þurfa að grípa til varna og benda á ein­hverja þætti sem að mínu mati gera minna úr stöð­unni og alvar­leik­anum en hitt?

Ég væri til í að sjá til­lögur sem leitt gætu til að ungir kenn­arar heillist af því að koma til kenn­nslu. Ungir kenn­arar eiga ekki til orð yfir þeim stífa tímara­mma sem boðið er upp á sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Mín­útu­taln­ingin er ein­stak­lega frá­hrind­andi fyr­ir­komu­lag.

Starfs­um­hverfi sem hefur hvata til nýsköp­unar er líka aðlað­andi fyrir unga kenn­ara, sem brenna fyrir starf­inu sínu, rétt eins og í öðrum starf­stétt­um. Leysum upp kennslu­skyldurammann og styðjum við frum­kvæði kenn­ara til nýsköp­unar með því að gefa tíma í verk­efni og kennslu í bland. Það er árið 2019 og ungir kenn­arar botna hvorki upp né niður í þeirri mín­útu­taln­ingu, sem barist hefur verið um alla þeirra ævi.

Kenn­ara­stéttin er orðin of gömul og þeim fækkar sífellt innan hennar raða sem hafa þá orku sem þarf til að stokka upp og breyta. Kerfið er staðnað og því verður að breyta.

Verst er að sveit­ar­fé­lög skuli binda sig í viðjar kerf­is­ins og fórna sjálf­stæði sínu til að gera betur og vinna með sínum hópi innan hvers sveit­ar­fé­lags. Þungt, lamað og stórt kerfi er ekki fært um að stuðla að raun­veru­legum breyt­ing­um.

glogo.png

Tillaga um umhverfisvænni bifreiðar samþykkt

Ingvar Arnarson lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 17.janúar sl.

Tillaga Garðabæjarlistans um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar.

Flutningsmaður: Ingvar Arnarson

Bæjarstjórn Garðabæjar leggur til að bifreiðum í eigu bæjarins sem brenna jarðefnaeldsneyti verði í áföngum skipt út fyrir bifreiðar sem teljast umhverfisvænni. Á árinu 2019 verði 2-4 bifreiðum í eigu Garðabæjar skipt út fyrir umhverfisvænni og í framhaldinu gerð áætlun um hvernig best sé að skipta út öllum bifreiðum í eigu bæjarins.

Greinagerð

Það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Garðabæjar að Garðabær verði vistvænt bæjarfélag og umhverfið heilnæmt og aðlaðandi. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru í umhverfisstefnu Garðabæjar til að ná því markmiði er að stuðla að notkun minna mengandi farartækja og vistvænna orkugjafa. Með því að skipta út bifreiðum sem brenna jarðefnaeldsneyti er Garðabær að sýna vilja í verki og fara fyrir með góðu fordæmi.

Tillögunni var vísað til Bæjarráðs og þaðan til Umhverfisnefndar sem samþykkti hana á fundi nefndarinnar 12.febrúar.

ingvar_.JPG

Tillaga Garðabæjarlistans um aukna upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins.

Tillaga lögð fram á bæjarstjórnarfundi 21.2.2019

Flutningsmaður Sara Dögg Svanhildardóttir

Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að unnið verði með markvissum hætti að því að efla enn frekar alla kennslu í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á almenna tölvufærni og forritun. Garðabæjarlistinn leggur til að rýnt verði í miðlægar kennsluáætlanir grunnskólanna í upplýsingatækni af sérfræðingum og kennsluráðgjöfum bæjarins á sviði upplýsingatækni með það að markmiði að byggja ofan á og skapa frekari samfellu í þeim þáttum er varðar almenna tölvufærni og forritun frá yngsta stigi til loka grunnskólans.

Greinargerð

Garðabær hefur allt sem þarf til þess að geta skarað fram úr í faglegri kennslu þegar kemur að upplýsingatækni og forritun. Hraðar tæknibreytingar kalla sérstaklega á meiri þekkingu og færni komandi kynslóðar. Því skiptir máli að skólakerfið byggi upp þessa færniþætti með markvissum hætti. Grunnskólar

Garðabæjar búa nú þegar að ákveðnum grunni sem mikilvægt er að varðveita og halda áfram að styðja við til að efla kennara enn frekar til faglegri og meiri kunnáttu á sviði upplýsingatækni.

Miðlæg kennsluáætlun þar sem ákveðin upplýsingatækni er römmuð inn á árganga hefur þegar verið gerð og er góður grunnur til þess að gera enn betur og mæta þannig kröfunni sem m.a. framhaldsskólarnir kalla eftir og atvinnulífið sömuleiðis. Að við tryggjum þann grunn í grunnskóla þannig að framhaldsskólarnir geti af öryggi byggt ofan á og þannig skapað rými til enn frekari þekkingar og færni einstaklinga til að takast á við dagleg störf í miðri stafrænu byltingunni.

Tillögunni var vísað áfram til Bæjarráðs.

glogo.PNG

Tillaga um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Tillaga lögð fram á bæjarstjórnarfundi 21.2.2019

Flutningsmaður: Sara Dögg Svanhildardóttir

Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn ákveði að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og hafist verði handa við að innleiða barnvænni stjórnsýslu. Þar sem markmiðið er að taka mið af þörfum barna í allri þjónustu er varða börn og þjónustunni tryggð fjármagn. Þannig gerist Garðabær barnvænt sveitarfélag sem skuldbindur sig til framkvæmdar á aðgerðaáætlun sem unnin er í innleiðingarferlinu með það að markmiði að gera Barnasáttmálann að rauðum þræði í öllu sínu starfi. Þá verði Barnasáttmálinn notaður sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna.

Greinargerð

Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ hóf Garðabær innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2012, þar sem sett var af stað stýrihópur til að hrinda í framkvæmd innleiðingu sáttmálans. Svo virðist sem stýrihópur hafi ekki skilað af sér skýrslu um verkefnið. Og því frekar óljóst hvernig unnið var að innleiðingu sáttmálans. Fram kemur í svari frá Garðabæ að hafist hafi verði handa við að innleiða sáttmálann inn í skólasamfélagið þar sem sáttmálinn var tekinn til umfjöllunar og úrvinnslu meðal allra nemenda en innleiðingarferli hafi ekki verið viðhaldið oger því ekki lokið.

Sáttmálanum er ætlað að tryggja réttindi barna og gera þeim sjálfum grein fyrir þeim sem og skyldum sínum sem samfélagsþegnum. Frekari aðgerðir til að halda sáttmálanum lifandi eiga erindi við sveitarfélag eins og Garðabæ sem hefur lagt áherslu á góða umgjörð fyrir börn og ungmenni hvort heldur sem litið er til menntunar eða tómstunda- og íþróttaiðkunar. Innleiðing sáttmálans leiðir til þess að sveitarfélagið leggur fram skýra sýn á hvernig allir þættir, öll þjónusta er varða börn er tekin og rýnd í þágu velferðar barna. Í því felst einfaldlega mikill ávinningur. Sáttmálar eru ekki eitthvert eitt afmarkað verkefni heldur miklu heldur verkfæri til þess að viðhalda faglegu og ígrunduðu verklagi í þágu þeirra sem sáttmálinn á við.

Tillaga var samþykkt í bæjarstjórn.

sara.jpg

Eldri borgarar og heilsurækt í Garðabæ

Harpa Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 2.febrúar.

“ Tillaga um að gerð verði könnun meðal eldri borgara varðandi nýtingu á þeirri heilsurækt sem er í boði í Garðabæ.

Við í Garðabæjarlistanum leggjum til að gerð verði könnun á því hvernig eldri borgarar í Garðabæ eru að nýta sér þá heilsurækt sem í boði er með það að markmiði að fá betri yfirsýn yfir það hvernig hægt sé að mæta þörfum allra íbúa. Markmiðið væri að greina hvaða hópur eldri borgara er að nýta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar, hversu hátt hlutfall kýs að leita annað og borga þá þjónustu að fullu og þá er mikilvægt að greina þann hóp sem ekki nýtir sér nein úrræði og af hverju.
Greinargerð
Heilsurækt fyrir eldri borgara þarf að vera fjölþætt, hvetjandi og aðgengileg fyrir íbúa 65 ára og eldri. Um er að ræða stækkandi hóp samfélagsins og má gera ráð fyrir aukinni eftirspurn og öðrum útfærslum sem þarft er að bregðast við. Með því að greina notkunina á þeirri heilsurækt sem stendur íbúum til boða og þann hóp sem ekki nýtir sér þau úrræði fáum við skýrari mynd af því hvernig hægt er að svara eftirspurn og þannig stuðla að heilsueflingu og aukinni virkni eldra fólks. Það er ábyrgð þeirra sem fara með stjórn í sveitarfélögum að finna leiðir til þess að sem flestir íbúar geti viðhaldið góðri heilsu. “

harpa.jpg

Grunnskólinn og framtíðin

Sara Dögg skrifar um grunnskólana:

Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg.

Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina.

En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa.

Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum.

Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans.

Áfram veginn - til framtíðar.

sara.JPG

Bæjarstjórnarfundur 2.febrúar 2019

Það var nóg að gera hjá okkar fólki á bæjarstjórnarfundinum 2.febrúar.

Harpa Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Tillaga um að gerð verði könnun meðal eldri borgara varðandi nýtingu á þeirri heilsurækt sem er í boði í Garðabæ.

Við í Garðabæjarlistanum leggjum til að gerð verði könnun á því hvernig eldri borgarar í Garðabæ eru að nýta sér þá heilsurækt sem í boði er með það að markmiði að fá betri yfirsýn yfir það hvernig hægt sé að mæta þörfum allra íbúa. Markmiðið væri að greina hvaða hópur eldri borgara er að nýta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar, hversu hátt hlutfall kýs að leita annað og borga þá þjónustu að fullu og þá er mikilvægt að greina þann hóp sem ekki nýtir sér nein úrræði og af hverju.
Greinargerð
Heilsurækt fyrir eldri borgara þarf að vera fjölþætt, hvetjandi og aðgengileg fyrir íbúa 65 ára og eldri. Um er að ræða stækkandi hóp samfélagsins og má gera ráð fyrir aukinni eftirspurn og öðrum útfærslum sem þarft er að bregðast við. Með því að greina notkunina á þeirri heilsurækt sem stendur íbúum til boða og þann hóp sem ekki nýtir sér þau úrræði fáum við skýrari mynd af því hvernig hægt er að svara eftirspurn og þannig stuðla að heilsueflingu og aukinni virkni eldra fólks. Það er ábyrgð þeirra sem fara með stjórn í sveitarfélögum að finna leiðir til þess að sem flestir íbúar geti viðhaldið góðri heilsu “

Tillagan fékk góða umræðu og var vísað áfram til frekari umræðu hjá Íþrótta - og tómstundaráði.

Ingvar Arnarson lagði fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir upplýsingum um kaup á vöru og þjónustu frá stærstu birgjum á árinu 2018.

Valborg Ösp Á. Warén lagði fram fyrirspurn um niðurgreiðsla á mat til eldri borgara

Óskað er eftir upplýsingum er varðar fyrirkomulag um niðurgreiðslu á fæði til eldri borgara í Garðabæ.

-       Hversu há er niðurgreiðsla á fæði til eldri borgara í Garðabæ ?

-       Ef niðurgreiðslan er engin, hver er ástæða þess ?

Bæjarstjóri svaraði báðum fyrirspurnum munnlega. Sú fyrri þótti góð enda nauðsynlegt að fara í úttekt reglulega þó að hlutirnir væru allir í stakasta lagi.

Seinni fyrirspurnin þótti undarleg þar sem stóra spurningin væri sú, samkvæmt bæjarstjóra, “af hverju ætti að greiða niður mat til eldri borgara ?”. það verður áhugavert að fá svör og bera saman við nágrannasveitarfélögin.

glogo.PNG

Leikskólagjöld

Ákvörðun leikskólagjalda

Um áramótin voru leikskólagjöld hækkuð í Garðabæ þannig að núna eru þau orðin hæst á öllu landinu. Munurinn er 146 þúsund krónur á ári þegar við berum saman gjaldskrá Garðabæjar við þá lægstu. Upphaflegar hugmyndir núverandi meirihluta var skarpari hækkun en Garðabæjarlistinn lagði til óbreytta verðskrá á milli ára.

Við teljum þessa hækkun andstæða bókun bæjarstjóra við samþykkt fjárhagsáætlunar 2019 þann 6. desember 2018, sem segir að áætlunin beri vott um ábyrga fjármálastjórn þar sem íbúum er áfram boðin góð þjónusta og lækkun álagna. Við viljum ábyrga fjármálastjórn bæjarsjóðs, en hækkun leikskólagjalda ásamt öðrum gjaldskrárhækkunum í landinu er ekki í anda þeirrar lækkunar álagna sem bæjarstjóri vísaði til heldur leggur hún auknar álögur á fjölskyldufólk umfram aðra notendur þjónustu Garðabæjar.

Rök meirihlutans fyrir háum leikskólagjöldum hafa verið að þjónusta leikskólanna í Garðabæ sé mun meiri en leikskóla í öðrum sveitarfélögum. Í því samhengi hefur aðallega verið bent á að yngri börn, allt frá 12 mánaða aldri, eru tekin í leikskólana, sumaropnanir eru í boði á öllum leikskólum og að gæði kennslu séu betri, til dæmis með snemmtækri íhlutun. Við fögnum þessari auknu þjónustu og viljum halda áfram að þróa starf leikskólanna, en gjaldskrá leikskóla verður að taka mið af því að leikskólar í dag eru hluti af stærra samhengi. Þeir undirbúa börnin okkar fyrir 10 ára grunnskólanám, tryggja jöfn tækifæri foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og skapa samfélag barna og foreldra í sveitarfélaginu. Þannig viðhöldum við og tryggjum áfram gott samfélag í Garðabæ þar sem mikilvægustu íbúarnir okkar, börnin, fá jafnan aðgang að grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Fáum tölurnar

Garðabæjarlistinn hefur kallað eftir því að fá sundurliðun á því hvað það kostar raunverulega að taka börn inn við 12 mánaða aldur, að sinna aukinni þjónustu líkt og snemmtækri íhlutun og hvað það kostar að bjóða upp á sumaropnun leikskóla.

Leikskólinn sem hluti af skólagöngu allra barna

Garðabæjarlistinn lítur á kennslu í leikskóla sem undirbúning fyrir grunnskólann og mikilvægt að við meðhöndlum starf leikskólanna á þann hátt að börnin séu sem best búin fyrir grunnskólana. Þannig miðar allt starf leikskóla við að auka færni og félagslegan þroska, en starf stjórnmálamanna er að sjá heildarmyndina, horfa til samfélagsins sem heildar og viðurkenna að leikskólinn er ein af grunnstoðum fjölskyldna í sveitarfélaginu.

Guðlaugur Kristmundsson og Valborg Warén

Fulltrúar Garðabæjarlistans í Leikskólanefnd Garðabæjar


IMG_3937.jpg

Bæjarstjórnarfundur 17.janúar

Fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldin fimmtudaginn 17.janúar.

Garðabæjarlistinn lagði fram eina tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar. Sú tillaga var samþykkt.

Einnig lögðum við fram fyrirspurn varðandi kosntað við Fjölnota fundarsalinn sem á að taka í notkun á Garðatorgi.

Tillaga Garðabæjarlistans um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar. Flutningsmaður: Ingvar Arnarson

Bæjarstjórn Garðabæjar leggur til að bifreiðum í eigu bæjarins sem brenna jarðefnaeldsneyti verði í áföngum skipt út fyrir bifreiðar sem teljast umhverfisvænni. Á árinu 2019 verði 2-4 bifreiðum í eigu Garðabæjar skipt út fyrir umhverfisvænni og í framhaldinu gerð áætlun um hvernig best sé að skipta út öllum bifreiðum í eigu bæjarins.

Greinagerð

Það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Garðabæjar að Garðabær verði vistvænt bæjarfélag og umhverfið heilnæmt og aðlaðandi. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru í umhverfisstefnu Garðabæjar til að ná því markmiði er að stuðla að notkun minna mengandi farartækja og vistvænna orkugjafa. Með því að skipta út bifreiðum sem brenna jarðefnaeldsneyti er Garðabær að sýna vilja í verki og fara fyrir með góðu fordæmi.

Fyrirspurn um fjölnota fundarsalinn.

Þegar farið er að taka saman kostnað og finna áætlanir sem tengjast kaupum og framkvæmdum við fjölnota fundarsal er erfitt að finna slíkt þ.a.l. legg ég fram eftirfarandi spurningar;

  1. Hvað kostaði húsnæðið sem fjölnota fundarsalurinn er í?

  2. 2. Var gerð kostnaðaráætlun vegna breytingar á húsnæðinu í fjölnota fundarsal?

  3. 3. Hversu há upphæð var áætluð í framkvæmd við breytingar á húsnæðinu?

  4. Hver er heildarkostnaður við framkvæmdir á húsnæðinu? Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar.

  5. Hve stór hluti verksins fór í útboð?

  6. Með hvaða hætti hefur verið upplýst um framgang framkvæmda og kostnaðar til kjörinna fulltrúa?

  7. Hver hefur eftirlit og umsjón með framkvæmdinni ?

glogo.PNG

Birtir til í Garðabæ

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifaði grein sem birtist á Kjarnanum.

Í Garðabæ dregur til tíð­inda í skipu­lags­málum sem varða íbúða­upp­bygg­ingu og þá kosti sem boðið er upp á til búsetu í bæj­ar­fé­lag­inu. Upp­bygg­ingin hefur áhrif á sam­fé­lagið til fram­tíðar þar sem sér­stak­lega er verið að koma til móts við þarfir ungs fólks og allra sem kjósa minni húsa­kost og ódýr­ari. Og um leið tekin hlið­sjón af fjöl­breyttum sam­göngu­máta þar sem einka­bíll­inn er ekki endi­lega í fyr­ir­rúmi. Með þessum upp­bygg­ing­ar­kjörn­um, þ.e. nýju hverfi á Lyng­ás­svæð­inu og úti á Álfta­nesi, er sér­stak­lega horft til þess að Garða­bær laði að sér ungt fólk til búsetu. Gert er ráð fyrir um 400 íbúðum á hvorum stað og ljóst að Garða­bær er að leggja í spenn­andi veg­ferð.  Ef ýta á mark­visst undir fjöl­breytt sam­fé­lag skiptir máli að horft sé til fram­tíð­ar. Til unga fólks­ins sem mun búa í sam­fé­lag­inu, taka þátt í upp­bygg­ing­unni og gera það að verkum að sam­fé­lagið vex og dafn­ar. Það skiptir máli og hefur áhrif á alla sam­fé­lags­gerð­ina.

Þétt­ing byggðar þar sem fók­us­inn er á ungt fólk, fjöl­breyttar sam­göngu­leiðir og ódýr­ara hús­næði gefur einmitt ungu fólki tæki­færi til þess að setj­ast að í Garða­bæ. Ungu fólki með ólíkan bak­grunn og ólíka sýn á lífið sem gefur sam­fé­lag­inu frek­ari tæki­færi til þroska og vaxt­ar. Við í Garða­bæj­ar­list­anum fögnum þessu mjög. Jafn­framt gefst tæki­færi til frek­ari vaxtar leigu­mark­aðar og verður spenn­andi að sjá hvort sam­starf verður tekið upp við leigu­fé­lög til þess að tryggja enn fleiri val­kosti, í takt við áherslur okkar í Garða­bæj­ar­list­an­um. Hér skiptir sam­staða um fjöl­breytt sam­fé­lag máli, hvar í flokki sem staðið er. Bæði upp­bygg­ing­ar­svæðin gefa fjöl­breytt­ari hópi ungs fólks tæki­færi til þess að velja Garðabæ sem sinn heimabæ og það er mikið fagn­að­ar­efni.

Við sem höfum fengið það hlut­verk að fara fyrir sveit­ar­fé­lag­inu berum skyldu til þess að vera ávalt á tánum og horfa til fram­tíð­ar. Þá getur það gerst að við­horf þeirra sem eldri eru þurfi að víkja fyrir fram­tíð­inni, unga fólk­inu. Garða­bær hefur haft þann blæ yfir sér hingað til að þar rísi  stærri og færri hús, þar sem ein­býli eru fleiri en fjöl­býli, byggt er lágt en ekki hátt og meira um víð­áttu en ann­ars væri. Því eru bygg­ing­ar­á­formin nú í raun mun meiri tíð­indi en ella og verður spenn­andi að sjá hvernig íbúa­sam­setn­ingin kemur til með að þró­ast næstu árin með þessa nýju íbúða­kjarna. Um leið er hér verið að gefa ungum Garð­bæ­ingum fær á að að flytja aftur í heima­bæ­inn sinn, en það höfum við í Garða­bæj­ar­list­anum lagt mikla áherslu á.  Sam­hliða ákvörð­unum sem þessum þá skiptir máli að öll grunn­þjón­usta sé með þeim hætti að allir njóti. Fyrir ungt fólk skiptir gott aðgengi að leik- og grunn­skól­um, sem og íþrótta- og tóm­stunda­starfi, miklu máli.

gardabaer.jpg