Tillaga Garðabæjarlistans um sundkort til ungmenna samþykkt.

Á bæjarstjórnarfundi þann 21.mars lagði Garðabæjarlistinn fram þá tillögu að senda öllum ungmennum bæjarins sem fædd eru árin 2001-2003 sundkort. Tilgangurinn með þessu væri að hvetja ungmenni til þess að stunda hreyfingu en kyrrseta og brottfall úr íþróttum er vaxandi vandamál og nauðsynlegt að leita leiða til að auka hreyfingu ungmenna.

Tómstunda-og íþróttaráð Garðabæjar samþykkti svo tillöguna og vonum við að sem flest ungmenni muni nýta sér kortin.

Tillaga um að sendum öllum ungmennum í Garðabæ sem fædd eru 2001-2003 árskort í sund. Flutningsmaður: Ingvar Arnarson

Bæjarstjórn garðabæjar samþykkir að sendua öllum ungmennum sem fædd eru árin 2001-2003 árskort í sund. Ásamt því að senda þeim árskort í sund verður þeim send hvatning um að stunda hreyfingu ásamt boði um fræðslu og kennslu í hinum ýmsu leiðum sem hægt er að nýta sér innan Garðabæjar til að stunda líkams- og heilsurækt.

Greinagerð

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og líðan íbúa er í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Þegar nýting hvatapeninga er skoðuð sést að nýting hvatapeninga lækkar með aldri. Með því að senda ungmennum árskort í sund ásamt hvatningu og boði um kennslu erum við að reyna að fá ungmenni til að hreyfa sig meira og nota þá aðstöðu sem til er í bænum. Nauðsynlegt er að fá fagfólk með í lið til að fræðsla og kennsla í hinum ýmsu leiðum til að stunda líkams- og heilsurækt verði sem best og henti sem flestum.

Kyrrseta og brottfall úr íþróttum er eitthvað sem þarf að skoða í samfélaginu og nauðsynlegt að leita leiða til að auka hreyfingu ungmenna.

Þegar börn fara að eldast minnkar oft hreyfingin. Ofþyngd barna og unglinga er hratt vaxandi vandamál í vestrænum löndum, sem við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af, en ofþyngdinni fylgja oftar en ekki heilsufarsleg, sálræn og félagsleg vandamál. Nauðsynlegt er að beina sjónum sínum meira að ofneyslu og hreyfingaleysi og hættunni sem þessu fylgir. Árangursríkasta leiðin til að snúa þessari þróun við eru markvissar forvarnir og heilsuefling með megináherslu á breytingu á matarvenjum og aukna hreyfingu.

ingvar_.JPG