Bæjarstjórnarfundur 2.febrúar 2019

Það var nóg að gera hjá okkar fólki á bæjarstjórnarfundinum 2.febrúar.

Harpa Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Tillaga um að gerð verði könnun meðal eldri borgara varðandi nýtingu á þeirri heilsurækt sem er í boði í Garðabæ.

Við í Garðabæjarlistanum leggjum til að gerð verði könnun á því hvernig eldri borgarar í Garðabæ eru að nýta sér þá heilsurækt sem í boði er með það að markmiði að fá betri yfirsýn yfir það hvernig hægt sé að mæta þörfum allra íbúa. Markmiðið væri að greina hvaða hópur eldri borgara er að nýta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar, hversu hátt hlutfall kýs að leita annað og borga þá þjónustu að fullu og þá er mikilvægt að greina þann hóp sem ekki nýtir sér nein úrræði og af hverju.
Greinargerð
Heilsurækt fyrir eldri borgara þarf að vera fjölþætt, hvetjandi og aðgengileg fyrir íbúa 65 ára og eldri. Um er að ræða stækkandi hóp samfélagsins og má gera ráð fyrir aukinni eftirspurn og öðrum útfærslum sem þarft er að bregðast við. Með því að greina notkunina á þeirri heilsurækt sem stendur íbúum til boða og þann hóp sem ekki nýtir sér þau úrræði fáum við skýrari mynd af því hvernig hægt er að svara eftirspurn og þannig stuðla að heilsueflingu og aukinni virkni eldra fólks. Það er ábyrgð þeirra sem fara með stjórn í sveitarfélögum að finna leiðir til þess að sem flestir íbúar geti viðhaldið góðri heilsu “

Tillagan fékk góða umræðu og var vísað áfram til frekari umræðu hjá Íþrótta - og tómstundaráði.

Ingvar Arnarson lagði fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir upplýsingum um kaup á vöru og þjónustu frá stærstu birgjum á árinu 2018.

Valborg Ösp Á. Warén lagði fram fyrirspurn um niðurgreiðsla á mat til eldri borgara

Óskað er eftir upplýsingum er varðar fyrirkomulag um niðurgreiðslu á fæði til eldri borgara í Garðabæ.

-       Hversu há er niðurgreiðsla á fæði til eldri borgara í Garðabæ ?

-       Ef niðurgreiðslan er engin, hver er ástæða þess ?

Bæjarstjóri svaraði báðum fyrirspurnum munnlega. Sú fyrri þótti góð enda nauðsynlegt að fara í úttekt reglulega þó að hlutirnir væru allir í stakasta lagi.

Seinni fyrirspurnin þótti undarleg þar sem stóra spurningin væri sú, samkvæmt bæjarstjóra, “af hverju ætti að greiða niður mat til eldri borgara ?”. það verður áhugavert að fá svör og bera saman við nágrannasveitarfélögin.

glogo.PNG