Tillaga um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Tillaga lögð fram á bæjarstjórnarfundi 21.2.2019

Flutningsmaður: Sara Dögg Svanhildardóttir

Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn ákveði að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og hafist verði handa við að innleiða barnvænni stjórnsýslu. Þar sem markmiðið er að taka mið af þörfum barna í allri þjónustu er varða börn og þjónustunni tryggð fjármagn. Þannig gerist Garðabær barnvænt sveitarfélag sem skuldbindur sig til framkvæmdar á aðgerðaáætlun sem unnin er í innleiðingarferlinu með það að markmiði að gera Barnasáttmálann að rauðum þræði í öllu sínu starfi. Þá verði Barnasáttmálinn notaður sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna.

Greinargerð

Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ hóf Garðabær innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2012, þar sem sett var af stað stýrihópur til að hrinda í framkvæmd innleiðingu sáttmálans. Svo virðist sem stýrihópur hafi ekki skilað af sér skýrslu um verkefnið. Og því frekar óljóst hvernig unnið var að innleiðingu sáttmálans. Fram kemur í svari frá Garðabæ að hafist hafi verði handa við að innleiða sáttmálann inn í skólasamfélagið þar sem sáttmálinn var tekinn til umfjöllunar og úrvinnslu meðal allra nemenda en innleiðingarferli hafi ekki verið viðhaldið oger því ekki lokið.

Sáttmálanum er ætlað að tryggja réttindi barna og gera þeim sjálfum grein fyrir þeim sem og skyldum sínum sem samfélagsþegnum. Frekari aðgerðir til að halda sáttmálanum lifandi eiga erindi við sveitarfélag eins og Garðabæ sem hefur lagt áherslu á góða umgjörð fyrir börn og ungmenni hvort heldur sem litið er til menntunar eða tómstunda- og íþróttaiðkunar. Innleiðing sáttmálans leiðir til þess að sveitarfélagið leggur fram skýra sýn á hvernig allir þættir, öll þjónusta er varða börn er tekin og rýnd í þágu velferðar barna. Í því felst einfaldlega mikill ávinningur. Sáttmálar eru ekki eitthvert eitt afmarkað verkefni heldur miklu heldur verkfæri til þess að viðhalda faglegu og ígrunduðu verklagi í þágu þeirra sem sáttmálinn á við.

Tillaga var samþykkt í bæjarstjórn.

sara.jpg