Bæjarstjórnarfundur 17.janúar

Fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldin fimmtudaginn 17.janúar.

Garðabæjarlistinn lagði fram eina tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar. Sú tillaga var samþykkt.

Einnig lögðum við fram fyrirspurn varðandi kosntað við Fjölnota fundarsalinn sem á að taka í notkun á Garðatorgi.

Tillaga Garðabæjarlistans um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar. Flutningsmaður: Ingvar Arnarson

Bæjarstjórn Garðabæjar leggur til að bifreiðum í eigu bæjarins sem brenna jarðefnaeldsneyti verði í áföngum skipt út fyrir bifreiðar sem teljast umhverfisvænni. Á árinu 2019 verði 2-4 bifreiðum í eigu Garðabæjar skipt út fyrir umhverfisvænni og í framhaldinu gerð áætlun um hvernig best sé að skipta út öllum bifreiðum í eigu bæjarins.

Greinagerð

Það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Garðabæjar að Garðabær verði vistvænt bæjarfélag og umhverfið heilnæmt og aðlaðandi. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru í umhverfisstefnu Garðabæjar til að ná því markmiði er að stuðla að notkun minna mengandi farartækja og vistvænna orkugjafa. Með því að skipta út bifreiðum sem brenna jarðefnaeldsneyti er Garðabær að sýna vilja í verki og fara fyrir með góðu fordæmi.

Fyrirspurn um fjölnota fundarsalinn.

Þegar farið er að taka saman kostnað og finna áætlanir sem tengjast kaupum og framkvæmdum við fjölnota fundarsal er erfitt að finna slíkt þ.a.l. legg ég fram eftirfarandi spurningar;

  1. Hvað kostaði húsnæðið sem fjölnota fundarsalurinn er í?

  2. 2. Var gerð kostnaðaráætlun vegna breytingar á húsnæðinu í fjölnota fundarsal?

  3. 3. Hversu há upphæð var áætluð í framkvæmd við breytingar á húsnæðinu?

  4. Hver er heildarkostnaður við framkvæmdir á húsnæðinu? Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar.

  5. Hve stór hluti verksins fór í útboð?

  6. Með hvaða hætti hefur verið upplýst um framgang framkvæmda og kostnaðar til kjörinna fulltrúa?

  7. Hver hefur eftirlit og umsjón með framkvæmdinni ?

glogo.PNG