Úrslit kosninga

Við í Garðabæjarlistanum þökkum fyrir það traust sem kjósendur sýndu okkur með kosningunni í gær. 28,1% fylgi í okkar fyrstu kosningum gefur okkur byr undir báða vængi. Við erum komin til að vera og með okkar öflugu frambjóðendur á Garðabæjarlistanum göngum við inn í bæjarstjórn full eftirvæntingar. Við munum tala áfram fyrir lýðræðislegri vinnubrögðum, samtali, samráði og velferð fyrir alla. Og um leið leggja okkar að mörkum í allri vinnu til að gera betur fyrir alla íbúa.
Takk!

listinn.jpg