Bæjarstjórnarfundur 6.des, fjárhagsáætlun 2019

6.desember fór fram ansi fjörugur bæjarstjórnarfundur sem stóð yfir í þrjá tíma enda voru mörg mál  á dagskrá auk þess sem seinni umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fór fram. Fundinn sátu Sara Dögg, Ingvar og Harpa.

Fjár­hags­á­ætlun er stærsta árlega verk­efni sveit­ar­stjórna en í henni eru skattar og þjón­ustu­gjöld ákveð­in, fram­kvæmd­ir ogaðrar fjár­fest­ingar eru skipu­lagðar ásamt því að rekstr­arfé er úthlutað til allrar þjón­ustu Garða­bæj­ar. 

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 í heild sinni er ekki alslæm. Skortur er þó á sýn og festu til framtíðar þegar kemur að því að fjárfesta í innviðum. Slíkt er gríðarlega mikilvægt til að halda velli sem stöndugt sveitarfélag þegar bæjarsjóður stendur eins vel og raun ber vitni. Að fjárfesta í innviðum til framtíðar skiptir máli og er mikilvægt til að tryggja stöðugleika samfélagsins og trausta þjónustu. Afgangur er af hinu góða en honum skal verja í innviði þegar tækifæri gefst.

Þar er einfaldlega þannig og við vitum það öll að það er alltaf hægt að gera betur hvort heldur sem er í velferð eða skólamálum. Helstu innviðum hvers samfélags, þar sem verðmætin liggja í fólkinu sjálfu ungu sem öldnu. En ekki síst æskunni. Þar söknum við tilrauna til þess að mæta barnafjölskyldum með t.d. systkinaafslætti.

Athyglisvert er að um leið og farið er fram með hærri álögur sem fylgja hækkun þvert á allar gjaldskrár sem hefur áhrif á útgjöld íbúa og þá ekki síst barnafjölskyldna hefur meirihlutinn í stefnu sinni að tryggja jöfn tækifæri allra til þátttöku í tómstund og íþróttastarfi. En gjaldskárhækkun nær jú yfir til að mynda leikskólagjöld jafnt sem frístund sem og innritun í tónlistarskólann svo dæmi séu tekin.

Hækkun almennrar gjaldskrár upp á 4% endurspeglar algjört viljaleysi til þess að búa barnafjölskyldum fjárhagslegan stöðugleika og umhverfi þar sem stutt er við fjölbreytileika í íbúasamsetningu til framtíðar.

Félagslegur stöðugleiki þar sem tryggð er uppbygging félagslegs húsnæðis til framtíðar er hvergi að finna. Garðabæjarlistinn getur engan veginn skrifað undir slíkt stefnuleysi. Garðabær á að vera samfélag fyrir alla. Aðgerðarleysið og almennt innlegg í alla umræðu um velferð fyrir alla gefur það til kynna því miður.

Fulltrúar Garðabæjarlistans kusu gegn fjárhagsáætluninni. Við hjá Garðabæjarlistanum föllumst ekki á þá sýn sem er að finna í fjárhagsáætlun Garðabæjar.

Okkar bæjarfulltrúar, Harpa, Sara og Ingvar stóðu sig mjög vel í umræðu um fjárhagsáætlun Garðabæjar.

Okkar bæjarfulltrúar, Harpa, Sara og Ingvar stóðu sig mjög vel í umræðu um fjárhagsáætlun Garðabæjar.