Bæjarstjórnarfundur 20.desember 2018

á síðasta fundir bæjarstjórnar fyrir jól var meðal annars rætt um húsnæðisstefnu Garðabæjar sem er í vinnslu.

Efirfarandi tillaga var lögð fram:

Tillaga Garðabæjarlistans inn í áframhaldandi vinnu við húsnæðisstefnu Garðabæjar. Bæjarstjórnarfundur 20. desember 2018

Flutningsmaður Sara Dögg Svanhildardóttir

Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að skýrt sé kveðið á um það í húsnæðisstefnu hvaða leiðir verða farnar til þess að mæta eftirspurn aldurshópsins 20 - 39 ára. Garðabæjarlistinn ítrekar mikilvægi þess að lagt verði upp með alveg skýra valkosti til búsetu þessa aldurshóps. Annars vegar í formi leiguhúsnæðis og hins vegar húsnæðis til kaups með sérstaka áherslu á greiðslubyrgði ungs fólks.

Greinargerð

Í drögum um húsnæðisstefnu Garðabæjar er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að mæta yngsta aldurshópi þeirra sem stofna til eigin heimilis eða hópsins frá 20 - 39 ára. Hins vegar er hvergi staf að finna um stefnu Garðabæjar í þeim efnum. Húsnæðisstefna er gríðarlega mikilvægt plagg sem mótar stefnu til framtíðar um íbúaþróun og samsetningu íbúanna til framtíðar. Því skiptir máli að skýrt sé tekið fram hvaða leiðir á að fara í þeirri uppbyggingu sem framundan er. En í drögunum er einungis að finna þann fjölda íbúða sem liggur fyrir að muni rísa á næstu árum.

Að styðja undir almennan leigumarkað er hvetjandi fyrir ungt fólk sem er að stofna til heimilis í fyrsta skipti. Að hafa val um ódýrt húsnæði til kaups skiptir líka máli en eitt á ekki að útiloka annað. En um þessa tvo valkosti þarf að liggja fyrir áætlun sem ákveðið er að fylgja eftir með markvissum og skilvirkum hætti.

Bókun

Garðabæjarlistinn leggur fram bókun sem hljóðar svo.

Garðabæjarlistinn hafnar því alfarið að svokallaðar aukaíbúðir eins og skilgreindar eru í drögum um húsnæðisstefnu Garðabæjar verði skilgreindar sem valkostur um búsetu í opinberri stefnu bæjarins. Aukaíbúðir eru að megninu til nýttar af fjölskyldumeðlimum og er það vel þar sem því er við komið. En sem hluti af opinberri húsnæðisstefnu gengur það ekki upp í stóra samhenginu þ.e. að tryggja öllum þann valkost að búa í Garðabæ. Því markmiði verður ekki náð með aukaíbúðum stórfjölskyldunnar. Slíkt ýtir fyrst og fremst undir einsleitt samfélag og því hafnar Garðabæjarlistinn

Gres.jpg