Ný stjórn Garðabæjarlistans kosin á Aðalfundi

Aðalfundur Garðabæjarlistans var haldinn 27.október 2018. Þar var farið yfir viðburðaríkt upphafstímabil framboðsins og starfið í nefndum, bæjarstjórn og bæjarráði.

Ný stjórn Garðabæjarlistans var einnig kosin. Stjórnina skipar öflugur hópur fólk sem hefur tekið þátt í að móta stefnu listans frá upphafi. Verkefni nýrrar stjórna er að leiða starfið áfram með það að markmiði að Garðabæjarlistinn haldi áfram að vaxa og tryggi þá stöðu sem hann hefur í dag sem öflugt, trúverðugt afl sem vill gera gott samfélag enn betra með gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð að leiðarljósi.

Ný stjórn: Gunnar, Valborg, Guðlaugur, Þorbjörg og Baldur.

Ný stjórn: Gunnar, Valborg, Guðlaugur, Þorbjörg og Baldur.