Bæjarstjórnarfundur 15. nóvember 2018

Tillögurnar sem fulltrúar Garðabæjarlistans lögð fram, fengu ágæta umræðu á fundinum þó að fulltrúar meirihlutans voru óvanir svona framsetningu á tillögunum og lýstu undrun sinni á þessum vinnubrögðum auk þess að láta nokkur velvalin orð falla. Að þessu sinni voru tillögur lagðar fram í ræðuformi en þetta þykir nýbreytni og aldrei sést áður á bæjarstjórnarfundur í Garðabæ.

Tillögur Garðabæjarlistans fjölluðu til að mynda um að fjárfesta í innviðum eins og félagslegu húsnæði. Meðlimir meirihlutans fannst það vera skattpíning á bæjarbúa og ýta undir að fólk sækist frekar í félagsleg húsnæði. Við erum nú ekki sammála því og viljum frekar leysa vandamálin heldur en að líta fram hjá þeim.

Aðrar tillögur fengu góðan hljómgrunn - ekki var amast við tillögum um betri þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna eða fötluðum börnum og ungmennum þegar kemur að því að búa svo um að þessi hópur fái notið frístundar og tómstundar og íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu sínu - svo það lofar að minnsta kosti góðu.

Garðarbæjarlistinn vill að leikskólagjöld haldist óbreytt  og aðrar gjaldskrár muni ekki hækka jafn mikið líkt og meirihlutinn hefur lagt fram (4 % hækkun). Þessar hugmyndir vöktu ekki lukku meirihlutans en Við höldum ótrauð áfram. Tillögurnar voru færðar áfram inn í bæjarráð og svo eigum við vinnufund með meirihlutanum í næstu viku þar sem kröfurnar, en það er nafnið sem sett er á tillögur þeirra sem hafa aðra sýn en valdið, verða ræddar frekar.

fjar.jpg