Fyrirspurn um Bæjargarð

Ábyrg fjármál eru okkur mikilvæg. Ingvar Arnarson lagði fram fyrirspurn um kostnaðinn við Bæjargarð í Garðabæ.

- Hver er núverandi staða á heildarkostnaði framkvæmda við Bæjargarðinn? -

- Óskað er eftir sundurliðun á kostnaði við Bæjargarðinn

- Hver er áætlaður heildarkostnaður við Bæjargarðinn við verklok?

- Óskað er eftir afriti af framkvæmdaáætlun Bæjargarðs.

ingvar_.jpg

Tillaga Garðabæjarlistans um samning við Janus heilsueflingu.

Valborg Warén lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 2.maí:

Bæjarstjórn samþykkir að gerður verður samningur við Janus heilsueflingu og að verkefnið verði þannig hluti af heilsueflandi samfélagi.

Með Janus heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum kleift að auka lýðheilsu og efla vilja til að viðhalda heilbrigði.

Greinargerð

Heilsurækt fyrir íbúa 65 ára og eldri þarf að vera aðgengileg og fjölbreytt enda er um að ræða hóp fólks með ólíkar þarfir og gera má ráð fyrir því að kröfur eldri borgara séu bæði margþættar og ólíkar. Samkvæmt Úttekt íþróttafulltrúa Garðabæjar á þátttöku 67 ára og eldri íbúa Garðabæjar í frístundastarfi eru um 500 eldri borgarar sem eru ekki skráðir i neina hreyfingu og því væri Janus heilsuefling mikilvæg viðbót við þá heilsurækt og þjónustu sem er nú þegar í boði fyrir þennan aldurshóp í Garðabæ.

vw.jpg

Tillaga um umbætur í starfsumhverfi grunnskólakennara

Sara Dögg lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 2.maí 2019

Bæjarstjórn samþykkir að fela fræðslusviði að fá kynningu á rafræna kerfinu www.learncove.io . Kerfið er sérstaklega hannað með þarfir kennara í huga þegar kemur að því að mæta

fjölbreyttum þörfum nemenda byggt á hæfni þeirra og námsgetu. Með innleiðingu slíks kerfis má einfalda utanumhald gagna, upplýsingagjöf og fá um leið góða yfirsýn yfir námsfravindu hvers nemanda. Enn fremur styður slíkt kerfi við hagræðingu í starfi kennara og ýtir undir bætt starfsumhverfi.

Greinargerð

Með fjórðu iðnbyltingunni munum við sjá fram á miklar breytingar í flestum atvinnugreinum. Aftur á móti er kennarastarfið sú atvinnugrein sem spáð er um að taki hvað minnstum breytingum þegar litið er til umbreytingu starfa í kjölfar tækniþróunar.

Í nýútkominni skýrslu nefndar á vegum forsætisráðuneytisins, Ísland og fjórða iðnbyltingin er farið yfir mögulega þýðingu fjórðu iðnbyltingarinnar á öll störf m.a. kennarastarfið. Þar er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að skoða þá þætti þar sem tækni getur bætt starfsaðstöðu fólks til muna og aukið velferð á vinnustað. Slík markmið er nauðsynlegt að ræða þegar fjallað er um uppbrot á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga.

Tæknin mun hafa hagræðingaráhrif, breyta störfum, leggja einhver þeirra af og skapa ný. Til þess að kennarastarfið standist þá samkeppni sem verður um vel menntaða starfsmenn í heimi hinna öru tæknibreytinga verða vinnuveitendurnir þ.e. sveitarfélögin að taka þau skref sem hægt er að taka í þágu tækni og aukinnar velferðar á vinnustað. Einfaldara aðgengi að alls kyns þjónustu er liður í því sem og rafræn kerfi sem halda utan um viðamikið starf kennarans.

sara.jpg

Að fjárfesta í framtíðinni

Hlut­verk bæj­ar­ar­full­trúa er að standa vörð um hags­muni bæj­ar­búa, halda vel utan um rekstur og leit­ast við að styðja við og bjóða upp á fag­lega og góða þjón­ustu. Lög­bundin verk­efni eru þau verk­efni sem eru ávallt í for­grunni enda hlut­verk sveit­ar­fé­lags að standa undir ákveð­inni grunn­þjón­ustu eins og menntun og vel­ferða­þjón­ustu.

Hlúa þarf að innviðum og leit­ast við að bjóða upp á það besta í þágu íbúa hverju sinni. Eitt af því sem skiptir máli er tími fólks. Allt tekur sinn tíma. Ég sem bæj­ar­full­trúi er mjög upp­tekin af því að vinna að því að ein­falda leiðir fólks að allri þjón­ustu og spara tíma en ekki síður fjár­magn. Tækn­inni fleygir fram og við sjáum fram á margar snjallar lausnir sem hafa það einmitt í för með sér að spara tíma og kostnað í þágu íbúa. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að fjár­festa í tækni og slíkt kallar á vilja og kjark til að fjár­festa til fram­tíð­ar.

Að fjár­festa í tækni styrkir enn frekar inn­viði, eykur gæði þjón­ustu og sparar tíma. Mik­il­vægt er að horfa til skóla­kerf­is­ins í þessu sam­bandi, að styðja við skóla­starf einmitt með fjár­fest­ingu í tækni. Fyrir kenn­ara skiptir gott aðgengi að gögn­um, náms­efni og kennslu­á­ætl­unum máli en ekki síður umhverfi til að tengja saman við fram­vindu og náms­mat nem­enda við allan und­ir­bún­ing fyrir kennslu. Um leið sparar slíkt tíma og ýtir undir frek­ari gæði í skóla­starfi sem og sam­vinnu innan sem og milli skóla. Fjár­fest­ing í tækni styrkir sömu­leiðis alla stoð­þjón­ustu til muna þar sem fjar­þjón­usta fer vax­andi og væri því frá­bær við­bót við þá þjón­ustu sem þörf er á innan skóla­kerf­is­ins. Slík þjón­usta sparar ekki síður tíma og fjár­muni hvort heldur sem er fyrir kenn­ara, börn eða for­eldra.

Í Garðabæ er fyr­ir­hugað að fara í vinnu, taka út stöð­una. Það er ein­læg von mín að það verði til þess að horft verði til fram­tíðar með fók­us­inn á auð­veld­ara aðgengi allra að þjón­ustu að leið­ar­ljósi og nýrri sýn verði fylgt eftir inn í fjár­hags­á­ætl­un.

Ég hef fyrir hönd Garða­bæj­ar­list­ans nú þegar lagt til fyrstu til­lög­urnar sem snúa að tækni­vædd­ari Garðabæ með fók­us­inn á þjón­ustu við börn, ung­menni og kenn­ara. Því hlakka ég til þess að taka þátt í að koma Garðabæ inn í fram­tíð­ina með hug­myndum að leiðum til að fjár­festa í tækni allt frá skóla­kerf­inu inn í stjórn­kerfið og gera þannig Garðabæ að fram­sæknu sveit­ar­fé­lagi sem tekur stöðu með fram­tíð­inni.

https://kjarninn.is/skodun/2019-04-10-ad-fjarfesta-i-framtidinni/

sara.JPG

Bæjarstjórnarfundur 4.apríl 2019

Það var líf og fjör á bæjarstjórnarfundinum 4.apríl. Sara Dögg lagði fram 2 tillögur sem hægt er að lesa betur hér að neðan. Tillagan um aukið gagnsæi við framkvæmdir verkefna féll í grýttan jarðveg hjá Meirihlutanum og var sú krafa lögð fram að tillagan yrði dregin til baka.

Einnig voru tvær bókanir settar fram. Önnur var um stuðning við Hjallastefnu wn fyrirhugað er að koma á fót miðstigi við Grunnskóla Hjallastefnu í Garðabæ. Bókunin var svohljóðandi:

“Garðabæjarlistinn fagnar stuðningi við fyrirhugaðan vöxt Hjallastefnunnar við grunnskólann þar sem áform eru um að vaxa upp á miðstigið með von um að áformin verði farsæl því valfrelsið skiptir máli.”

Hin bókunin var ítrekun á mikilvægi þess að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðarinnar.

“Garðabæjarlistinn ítrekar mikilvægi þess að innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðuu þjóðanna fái rými og fjarmögnun við fjárhagsáætlunargerð á komandi hausti, enda er búið að samþykkja innleiðingu sáttmálans í bæjarstjórn fyrr á þessu ári.”

Tillaga Garðabæjarlistans um aukið gagnsæi við framkvæmdir verkefna.

Flutningsmaður Sara Dögg Svanhildardóttir

Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði að því að birta stöðu verkefna sem eru í framkvæmdaferli með tímaás á heimasíðu Garðabæjar.

Greinagerð

Með þessari aðgerð auðveldar Garðabær íbúum að afla sér upplýsinga um þau verkefni sem eru í framkvæmd. Aukið upplýsingaflæði og gagnsærri stjórnsýsla er ærið verkefni. Að gera verkáætlanir sýnilegar og framgang verkefna gerir íbúa meðvitaðari um þau verkefni sem eru á hendi sveitarfélagsins en um leið veitir markviss gagnsæ upplýsingagjöf stjórnsýslunni mikilvægt aðhald og styður við agaðri stjórnsýslu. Þegar farið er með opinbert fé er mikilvægt að halda upplýsinum að skattgreiðendum þ.e. íbúunum sjálfum.

Tillaga Garðabæjarlistans um forvarnarnámskeið gegn kvíða

Flutningsmaður Sara Dögg Svanhildardóttir

Bæjarstjórn felur fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð 1,5 mkr. í formi styrkjar til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum fjarþjónustu.

Greinagerð

Tillagan er viðbragð við niðurstöðu könnunar Rannsóknar og greiningar um vaxandi kvíðaeinkenna meðal ungmenna í Garðabæ, sérstaklega meðal stúlkna með því að auðvelda aðgengi allra ungmenna að fyrstu hjálp vegna líðan.

Að auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp getur skipt sköpum og í því falist mikið forvarnargildi. Því væri afar metnaðarfullt að fara af stað með tilraunarverkefni þar sem vaxandi kvíði er að mælast hjá t.d. stúlkum í Garðabæ. Það væri afar ábyrgt af bæjarstjórn að bregðast hratt við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp og sjá hvaða áhrif það hefur. En fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Almennt er kallað eftir frekari úrræðum

í formi fyrstu hjálpar eins og það er kallað til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. En eins og greint hefur verið frá er ber á vaxandi einkennum á þunglindinog kvíða meðal ungmenna í Garðabæ en meðal umgmennanna í 9.og 10. bekk greina 9,11% stúlkna frá þunglyndiseinkennum og 5% drengja. 3,52% stúlkna greina frá kvíðaeinkennum og 1,48% drengja. 20% stúlknanna skora hæst á kvíðakvarðanum.

Fjarþjónusta er fyrir margt mjög snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknaverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á sem eru, tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi fyrir t.d ungt fók til þess að halda. að þarf á þegar aðstoðar sér leita þegar á þarf að halda.

glogo.png

Tillaga Garðabæjarlistans um sundkort til ungmenna samþykkt.

Á bæjarstjórnarfundi þann 21.mars lagði Garðabæjarlistinn fram þá tillögu að senda öllum ungmennum bæjarins sem fædd eru árin 2001-2003 sundkort. Tilgangurinn með þessu væri að hvetja ungmenni til þess að stunda hreyfingu en kyrrseta og brottfall úr íþróttum er vaxandi vandamál og nauðsynlegt að leita leiða til að auka hreyfingu ungmenna.

Tómstunda-og íþróttaráð Garðabæjar samþykkti svo tillöguna og vonum við að sem flest ungmenni muni nýta sér kortin.

Tillaga um að sendum öllum ungmennum í Garðabæ sem fædd eru 2001-2003 árskort í sund. Flutningsmaður: Ingvar Arnarson

Bæjarstjórn garðabæjar samþykkir að sendua öllum ungmennum sem fædd eru árin 2001-2003 árskort í sund. Ásamt því að senda þeim árskort í sund verður þeim send hvatning um að stunda hreyfingu ásamt boði um fræðslu og kennslu í hinum ýmsu leiðum sem hægt er að nýta sér innan Garðabæjar til að stunda líkams- og heilsurækt.

Greinagerð

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og líðan íbúa er í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Þegar nýting hvatapeninga er skoðuð sést að nýting hvatapeninga lækkar með aldri. Með því að senda ungmennum árskort í sund ásamt hvatningu og boði um kennslu erum við að reyna að fá ungmenni til að hreyfa sig meira og nota þá aðstöðu sem til er í bænum. Nauðsynlegt er að fá fagfólk með í lið til að fræðsla og kennsla í hinum ýmsu leiðum til að stunda líkams- og heilsurækt verði sem best og henti sem flestum.

Kyrrseta og brottfall úr íþróttum er eitthvað sem þarf að skoða í samfélaginu og nauðsynlegt að leita leiða til að auka hreyfingu ungmenna.

Þegar börn fara að eldast minnkar oft hreyfingin. Ofþyngd barna og unglinga er hratt vaxandi vandamál í vestrænum löndum, sem við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af, en ofþyngdinni fylgja oftar en ekki heilsufarsleg, sálræn og félagsleg vandamál. Nauðsynlegt er að beina sjónum sínum meira að ofneyslu og hreyfingaleysi og hættunni sem þessu fylgir. Árangursríkasta leiðin til að snúa þessari þróun við eru markvissar forvarnir og heilsuefling með megináherslu á breytingu á matarvenjum og aukna hreyfingu.

ingvar_.JPG

Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin

Sveit­ar­fé­lög þurfa að sinna ýmsum mik­il­vægum fram­kvæmd­um. Margar þeirra eru lög­bundnar og hvert sveit­ar­fé­lag því skuld­bundið til að leggja fé í þær þótt dýrar reyn­ist. Aðrar fram­kvæmdir eru val­kvæð­ar, fjarri því að vera nauð­syn­legar en mjög fjár­frek­ar. Einni slíkri er að ljúka í Garðabæ um þessar mund­ir, en erfitt er að sjá að hin almenni bæj­ar­búi hrópi húrra fyrir hag­sýni bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar. Fram­kvæmdin er fjöl­nota fund­ar­sal­ur, sem er reyndar fyrst og fremst ætl­aður undir bæj­ar­stjórn­ar­fundi. Unnið hefur verið að þessum eina sal árum saman og kostn­að­ur­inn er þegar kom­inn yfir 400 millj­ónir króna. Þarna verður aldeilis hægt að halda dýrð­lega fundi um ábyrga fjár­mála­stjórnun og aðhald í rekstri!

Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig bæj­ar­yf­ir­völd komust að þeirri nið­ur­stöðu að rétt væri að opna bæj­ar­sjóð upp á gátt til að útbúa þennan eina fund­ar­sal. Voru aldrei sett nein mörk um hvað væru eðli­leg fjár­út­lát? Hvað einn salur mætti kosta bæj­ar­búa? Hvarfl­aði þetta aldrei að bæj­ar­full­trú­um, sem láta ekk­ert tæki­færi ónotað til að hreykja sér af agaðri fjár­hags­á­ætlun og vel reknu sveit­ar­fé­lagi? Á sama tíma er reyndar öll áhersla lögð á að bæj­ar­búar greiði eins stóran hluta af kostn­aði við grunn­þjón­ustu og mögu­legt er og eins mikið af annarri mik­il­vægri þjón­ustu og mögu­legt er. Vegna þess að allt kostar og eðli­legt að hver og einn borgi almenni­lega fyrir þá þjón­ustu sem nýtt er hverju sinni, að mati bæj­ar­full­trúa meiri­hlut­ans, sem brátt fá ný sæti í tæp­lega hálfs millj­arðs króna fund­ar­sal.

Gott og vel, sal­ur­inn er „fjöl­nota“, eins og bæj­ar­yf­ir­völd hamra sífellt á, svo hann er ekki ein­göngu fyrir fundi bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar. Hvernig sjá bæj­ar­yf­ir­völd nýt­ingu hans fyrir sér? Hverjir geta nýtt sal­inn, hvenær og hversu mikið þurfa þeir að greiða fyrir notk­un­ina? Það fær ekki stað­ist að hver sem er fái aðgang að salnum hvenær sem er án end­ur­gjalds, svo bæj­ar­yf­ir­völd hljóta að hafa mótað skýra stefnu þar um. Er ekki ráð að sú stefna verði lögð fram, svo bæj­ar­búar geti kynnt sér hvernig þeir geta sem best nýtt þessa eign sína?

Bæj­ar­stjórnin hefur vissu­lega verið á hrak­hólum með fund­ar­að­stöðu und­an­farin ár og tíma­bært að bætt sé þar úr. Að þær úrbætur kosti hátt í hálfan millj­arð er hins vegar út í hött og með ólík­indum að sá kostn­aður skuli sam­þykktur af sama meiri­hluta og bregst ókvæða við öllum til­lögum minni­hlut­ans, ef þær kalla á ein­hver fjár­út­lát til lengri tíma. Slíkt er nefni­lega alls ekki í takt við ábyrga fjár­mála­stjórnun bæj­ar­ins, segir meiri­hlut­inn, um leið og hann kvittar upp á reikn­inga vegna rán­dýra fund­ar­sal­ar­ins.

Ætli bæj­ar­búar séu ánægðir með að hafa eign­ast fjöl­nota fund­ar­sal, sem kostar sama og til­laga Garða­bæj­ar­list­ans um hækkun systk­ina­af­sláttar um 5 þús­und krónur á ári – og hefði dugað til að dekka þann aukna kostnað í 40 ár? Ætli börn og ung­menni, sem eiga erfitt með að standa undir kostn­aði við íþróttir og tóm­stund­ir, hugsi hlý­lega til fjöl­nota fund­ar­sal­ar­ins, þegar þau horfa á eftir jafn­öldrum sínum í tóm­stund­irn­ar? Og hvað með for­eldra yngstu barn­anna? Garða­bæj­ar­list­inn vildi halda gjald­skrá leik­skól­ans óbreyttri, til að koma til móts við þann hóp, en það hefði kostað 20 millj­ónir á ári og var auð­vitað alls ekki í takti við hina ábyrgu fjár­mála­stjórn meiri­hlut­ans. Kannski for­eldrar leik­skóla­barna fái fjöl­nota sal­inn lán­að­an, til að bera saman bækur sínar um hvernig þeir geta náð endum saman um næstu mán­aða­mót?

Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að leggja fram allar upp­lýs­ingar um kostnað við nýja, rán­dýra fund­ar­sal­inn. Hvað var gert ráð fyrir að sal­ur­inn kost­aði upp­haf­lega? Hver var áætl­aður hönn­un­ar­kostn­aður og hvar end­aði hann? Hver var áætl­aður fram­kvæmda­kostn­aður og hvar end­aði hann? Hvers vegna? Hver ber ábyrgð?

Við í Garða­bæj­ar­list­anum köllum eftir agaðri fjár­mála­stefnu, fjár­mála­stefnu þar sem kostn­aður við allar fram­kvæmdir er greindur áður en ráð­ist er í verkið og þar sem rúm­lega 400 millj­ónir króna telj­ast há upp­hæð, sama hvert henni er kastað.

sara.JPG

Samfélagsleg ábyrgð og þátttaka íbúa

Kæru Garðbæingar!

Garðabæ hefur borist beiðni um móttöku hinsegin flóttafólks. Um er að ræða 10 einstaklinga sem eru í lífshættu vegna kynhneigðar sinnar í heimalandi sínu.

Við í Garðabæjarlistanum höfum lýst yfir stuðningi við þetta verkefni og vonumst til þess að leitað verði alla leiða til þess að verða megi við þessari mikilvægu beiðni.

Fyrir Garðabæ yrði það mikill styrkur fyrir samfélagið að bjóða slíkan hóp velkominn í samfélagið með öllu sem því fylgir. Vitað er að flóttafólk þarfnast stuðnings af ýmsum toga og ólíkum eftir einstaklingum. Þann stuðning getur Garðabær svo sannarlega veitt enda öflugt samfélag með styrkar stoðir við alla grunnþjónustu.

En það er ekki bara það. Því það skiptir líka gríðarlega miklu máli að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og hér er svo sannarlega verðugt verkefni til að gera slíkt.

En er einhver fyrirstaða? Er slík móttaka ekki sjálfsagt mál og einfalt að leysa?

Fyrirvarinn er vissulega stuttur. En gert er ráð fyrir að móttaka geti átt sér stað innan þriggja mánaða. Því þarf að hafa hraðar hendur um leið og vanda þarf til verka og tryggja að allt gangi upp því að mörgu er að hyggja. Reynsla annarra sveitarfélaga er þó eitthvað sem leita má í og nágrannasveitarfélög öll að vilja gerð til þess að styðja og upplýsa.

Stóra hindrunin fyrir því að geta boðið þennan hóp velkominn er hins vegar skortur á húsnæði. Garðabær býr ekki svo vel að eiga mikið af íbúðarhúsnæði og því er ljóst að leita þarf m.a. annarra leiða til að leysa þann þátt.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram að verið væri að skoða allar leiðir og fagna ég því mjög. Ég trúi því að íbúar taki höndum saman og leysi þetta ótrúlega mikilvæga verkefni í þágu mannúðar.

Ein hugmynd er að halda íbúafund, kynna verkefnið og fá íbúa í lið með bæjaryfirvöldum til þess að megi verða við þessari beiðni. Það væri einfaldlega frábært og í mínum huga afar mikilvægt því  þannig yrði móttaka þessar 10 einstaklinega sameiginlegt verkefni okkar allra. Því það skiptir ekki síður máli að einhugur sé um slíka þátttöku og því mikilvægt að samfélagið allt sé meðvitað um verkefnið og sé upplýst um hvað það þýðir fyrir samfélag að taka þátt í slíku.

En fyrst og fremst trúi ég því að Garðbæingar yrðu stoltir af því að geta tekið þátt í samfélagslegri ábyrgð og mannúð með svo áþreifanlegum hætti og hvet íbúa til þess að láta sig málið varða.


sara.JPG

Starfsumhverfi kennara og sóknarfærin

Umræða á Alþingi nýlega um starfs­um­hverfi kenn­ara vakti sér­staka athygli mína. Það er fagn­að­ar­efni þegar vett­vangur kenn­ara fær athygli. Upp­haf umræð­unnar mátti rekja til fyr­ir­spurnar um aðgerðir er varða jöfnun kjara kvenna­stétta í sam­hengi við þá kjara­bara­áttu sem er í upp­sigl­ingu.

En það sem mér þótti athygl­is­vert og er fyr­ir­munað að skilja er að umræðan fór að snú­ast um hljóð­vist og radd­vernd kenn­ara sem mik­il­væg starfs­skil­yrði. Rétt er það að röddin er eitt aðal vinnu­tæki kenn­ar­ans og hljóð­vist skiptir svo sann­ar­lega máli. En að það sé þess eðlis og þyki til­efni til þess að fylla dýr­mætan tíma sem fæst í umræð­una á hinu háa Alþingi er mér fyr­ir­munað að skilja. Á sama tíma og skóla­sam­fé­lagið kallar mjög eftir að það fari fram alvöru umræða um starfs­skil­yrði og umbætur til að laða að unga kenn­ara og fá ein­hverja til baka sem hafa gef­ist upp á þeim aðstæðum sem boðið er upp á.

Ég spyr mig ein­fald­lega: Hvers vegna er ekki verið að ræða það sem skiptir í raun og veru máli? Það sem hefur þau áhrif að staðan er eins og hún er? Erum við að forð­ast þá umræðu? Þykja stað­reyndir of við­kvæmar? Er staðan sú að kerfið telur sig þurfa að grípa til varna og benda á ein­hverja þætti sem að mínu mati gera minna úr stöð­unni og alvar­leik­anum en hitt?

Ég væri til í að sjá til­lögur sem leitt gætu til að ungir kenn­arar heillist af því að koma til kenn­nslu. Ungir kenn­arar eiga ekki til orð yfir þeim stífa tímara­mma sem boðið er upp á sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Mín­útu­taln­ingin er ein­stak­lega frá­hrind­andi fyr­ir­komu­lag.

Starfs­um­hverfi sem hefur hvata til nýsköp­unar er líka aðlað­andi fyrir unga kenn­ara, sem brenna fyrir starf­inu sínu, rétt eins og í öðrum starf­stétt­um. Leysum upp kennslu­skyldurammann og styðjum við frum­kvæði kenn­ara til nýsköp­unar með því að gefa tíma í verk­efni og kennslu í bland. Það er árið 2019 og ungir kenn­arar botna hvorki upp né niður í þeirri mín­útu­taln­ingu, sem barist hefur verið um alla þeirra ævi.

Kenn­ara­stéttin er orðin of gömul og þeim fækkar sífellt innan hennar raða sem hafa þá orku sem þarf til að stokka upp og breyta. Kerfið er staðnað og því verður að breyta.

Verst er að sveit­ar­fé­lög skuli binda sig í viðjar kerf­is­ins og fórna sjálf­stæði sínu til að gera betur og vinna með sínum hópi innan hvers sveit­ar­fé­lags. Þungt, lamað og stórt kerfi er ekki fært um að stuðla að raun­veru­legum breyt­ing­um.

glogo.png

Tillaga um umhverfisvænni bifreiðar samþykkt

Ingvar Arnarson lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 17.janúar sl.

Tillaga Garðabæjarlistans um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar.

Flutningsmaður: Ingvar Arnarson

Bæjarstjórn Garðabæjar leggur til að bifreiðum í eigu bæjarins sem brenna jarðefnaeldsneyti verði í áföngum skipt út fyrir bifreiðar sem teljast umhverfisvænni. Á árinu 2019 verði 2-4 bifreiðum í eigu Garðabæjar skipt út fyrir umhverfisvænni og í framhaldinu gerð áætlun um hvernig best sé að skipta út öllum bifreiðum í eigu bæjarins.

Greinagerð

Það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Garðabæjar að Garðabær verði vistvænt bæjarfélag og umhverfið heilnæmt og aðlaðandi. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru í umhverfisstefnu Garðabæjar til að ná því markmiði er að stuðla að notkun minna mengandi farartækja og vistvænna orkugjafa. Með því að skipta út bifreiðum sem brenna jarðefnaeldsneyti er Garðabær að sýna vilja í verki og fara fyrir með góðu fordæmi.

Tillögunni var vísað til Bæjarráðs og þaðan til Umhverfisnefndar sem samþykkti hana á fundi nefndarinnar 12.febrúar.

ingvar_.JPG